Soffía Auður Birgisdóttir∙ 4. júní 2019
Tólf börn og vökustundir
Það ber ekki að undra að Viktoría Bjarnadóttir kallaði endurminningar sínar Vökustundir að vestan (1958). Viktoría eignaðist tólf börn og varð síðan ekkja aðeins 44 ára gömul. Þá flutti hún frá Bíldudal til Reykjavíkur, ásamt öldruðum föður sínum. Hún lét þó deigan ekki síga og stofnaði saumastofuna Iðunni sem hún rak í rúman áratug. Þá seldi hún fyrirtækið og við tóku önnur verkefni. Viktoría ætlaði sér að skrifa framhald endurminninganna en það var því miður aldrei. Viktoría er komin í skáldatalið og má lesa nánar um hana hér.