Ný skáldsaga Árelíu Eydísar
Nýkomin er út önnur skáldsaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur. Sagan ber titilinn SARA og í henni segir af Söru Jónsdóttur sem fær óvæntan pakka á afmælinu sínu, með eftirfarandi skilaboðum:
Innilegar til hamingju með afmælið þitt. Ég hef hugsað til þín lengi og oft velt því fyrir mér hvort þú gerðir þér gein fyrir hverju mikil áhrif þú hafðir á líf mitt. Ég hefði ekki orðið að því sem ég er nema af því að ég hitti þig. Þín spor í lífi mínu eru djúp og varanleg. Þú ert stórkostleg kona sem gerir lífið betra og ljúfara með því að vera hér.
Pakkinn innheldur demantshring en Sara hefur enga hugmynd um hver sendi henni þessa gjöf og hún ákveður því að fara í ferðalag í gegnum líf sitt í leit að gefandanum, ferðalag þar sem hún þarf að takast á við ýmsa drauga sem hafa fylgt henni.
SARA er önnur skáldaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur en fyrsta skáldsaga hennar, TAPAÐ - FUNDIÐ, hlaut mjög góðar viðtökur.
Við bjóðum Árelíu Eydísi velkomna í skáldatalið.