SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir30. júní 2019

„Í þessum einstaka mosa“

Landskunnur bókmenntafræðingur og skáld slæst í hópinn í dag. Friðrika Benónýs er áhrifavaldur í íslenskum bókmenntum, bæði sem gagnýnandi, fræðikona og ritstjóri. Bók hennar um ævi Ástu Sigurðardóttur, Minn hlátur er sorg (1992) er löngu uppseld og ófáanleg og sannarlega tímabært að gefa hana út aftur. Friðrika hefur skrifað ótal ritdóma og birt greinar í ýmsum tímaritum auk þess að yrkja ljóð, skrifa skáldsögur, þýða spennusögur og ritstýra safni safaríkra ástarbréfa.

Í skáldsögu Friðriku frá 2017 er eftirfarandi kafli, sem tilnefndur var til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar sem besta kynslífslýsing ársins:

End­ir

Á morg­un er kom­inn nýr dag­ur.

Opið all­an sól­ar­hring­inn og allt er ókeyp­is!

En svo kem­ur að því að dag­arn­ir verða ekki fleiri.

Skondr­umst því þangað

sem ekki er spurt um skil­ríki.

Og ég veit að þú seg­ir já

þegar ég spyr hvort þú vilj­ir

ríða mér í þess­um ein­staka mosa

sem tek­ur sér 100 ár til að full­orðnast.