SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir16. júlí 2019

Hannes stutti

Í dag hafði Illugi Jökulsson Frjálsar hendur á rás 1 Þátturinn fjallaði um Hannes „stutta“ Hannesson, lausamann og skáld í Snæfellsness- og Dalasýslum á 19. öld.

Þrjár konur fjölluðu um þennan merkismann á prenti. Tvær þeirra eru í skáldatalinu, þær Thedódóra Thoroddsen og Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá.

Sú þriðja var Anna Thorlacius.

Þær skrifuðu allar æviþætti um hann og birtu í Eimreiðinni 1920-1921 og gefa í senn heildstæða og fjölbreytta mynd af þessum sérstæða manni sem orti tómt bull.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn.