Steinunn Inga Óttarsdóttir∙27. júlí 2019
Góðan dag, druslur!
Bókaforlagið Salka gaf út hið merka rit Ég er drusla 2017. Þar skapa 40 listamenn efni tengt druslugöngunni sem er einmitt í dag.
Meðal efnis eru druslugönguræður Cynthiu Triliani um ofbeldi og upplifanir kvenna af erlendum uppruna, Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur um kynferðisofbeldi gegn fötluðum konum og Júlíu Birgisdóttur um stafrænt kynferðisofbeldi.
Eitt verkanna í bókinni er Skömm eftir Ingu Huld Hákonardóttur, dásamleg blanda mynda og orða.
Góðan drusludag!
https://www.facebook.com/Drusluganga/
Myndin er tekin af vef mbl.