SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir29. júlí 2019

Óléttar vinnukonur og örlög þeirra

Margar skáldkonur hefja sinn rithöfundarferil seint á ævinni. Það á við um Elínu Ólafsdóttur (1929-2000) bóndadóttur úr Húnavatnssýslu og sjö barna móður.

Á efri árum settist hún á skólabekk og lagði stund á bókmenntafræði. Hún fékk brennandi áhuga á sögu þriggja ættliða alþýðukvenna í Dölunum á 18. og 19. öld sem allar hétu sama nafni og skrifaði skáldsögu byggða á ævi þeirra. En Elín veiktist alvarlega og lauk fyrstu og einu bók sinni í kapphlaupi við tímann.

Sjá um Elínu í skáldatali.