SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn31. júlí 2019

SAUMAÐI KVENREIÐFÖT - Um Margréti frá Saurhóli

Margrét Sigurðardóttir frá Saurhóli fæddist 7. október 1854 og lést þann 19. september árið 1940. Hún giftist og eignaðist 12 börn en maður hennar dó ungur og þá fóru börn hennar flest til vandalausra. En Margrét lét aldrei deigan síga enda var henni margt til lista lagt. Hún ferðaðist á milli bæja og "saumaði karlmannsföt og kvenreiðföt með tveimur nálum, þar til hún gat eignast saumavél." Einnig smíðaði hún, klippti hár og orti. Alls er ókunnugt um hvern Margrét orti hér:

Hann í sneplum hárið ber,

hvorki greitt né þvegið,

löngu grátt af lús það er,

líst mér ekki á greyið.

Meira um Margréti hér

 

Sigríður Albertsdóttir

 

Tengt efni