SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 2. ágúst 2019

Hættuför hvítabirnu

Lára Garðarsdóttir (f. 1982) hlaut árið 2017 viðurkenningu fyrir framlag sitt til barnamenningar.

Viðurkenningin sem kallast Vorvindar er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu.

Lára sem er mynd- og rithöfundur fékk viðurkenningu fyrir bók sína Flökkusögu. Bókin er um hættuför hvítabirnu sem verður að flýja heimkynni sín og leita að nýju heimili. Sagan snertir á mörgum málum sem við þekkjum vel úr samtíma okkar, t.d. að neyðast til að flýja landið sitt og þurfa í framhaldi að takast á við krefjandi verkefni á nýjum slóðum.

Lára bætist í skáldatalið í dag.