Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 2. ágúst 2019
Hættuför hvítabirnu
Lára Garðarsdóttir (f. 1982) hlaut árið 2017 viðurkenningu fyrir framlag sitt til barnamenningar.
Viðurkenningin sem kallast Vorvindar er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu.
Lára sem er mynd- og rithöfundur fékk viðurkenningu fyrir bók sína Flökkusögu. Bókin er um hættuför hvítabirnu sem verður að flýja heimkynni sín og leita að nýju heimili. Sagan snertir á mörgum málum sem við þekkjum vel úr samtíma okkar, t.d. að neyðast til að flýja landið sitt og þurfa í framhaldi að takast á við krefjandi verkefni á nýjum slóðum.
Lára bætist í skáldatalið í dag.