Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 5. ágúst 2019
Löðrandi ást
Ástarmeistarinn eftir Oddnýju Eiri er til umfjöllunar í dag. Löðrandi erótík, valdatafl og kynngimagnað tungumál.
„Tungumál kynlífs þeirra vísar í bókmenntir frá fyrri hluta síðustu aldar, hér er komin samfarasenan sem aldrei var skrifuð í Önnu frá Stóru-Borg. Myndmálið tengist allt smiðjunni þar sem ástarfundurinn fer fram, járnið er hamrað, kraftmikil kvika breytist í sindrandi gjall, „limurinn enn beinstífur eins og nýhert stál“ og snípurinn eins og nýsmíðaður koparhnappur (176–7). Tungumálinu er beitt á óvenjulegan og skapandi hátt svo úr verður nýtt ástarmál“ segir hér í umfjöllun um bókina.
Sannarlega mergjuð skáldsaga.