SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir21. október 2017

Fjölskyldan mín - útgáfuhóf

Það var glatt á hjalla í útgáfuhófi Ástu Rúnar Valgerðardóttur og Láru Garðarsdóttur í dag, í sal Samtakanna 78, Suðurgötu 3. Fagnað var útgáfu barnabókarinnar Fjölskyldan mín og er Ásta Rúna höfundur textans en Lára myndskreytir. Sagan hverfist um þann fjölbreytileika sem er að finna í ólíkum fjölskyldumynstrum. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar en Lára hefur áður myndskreytt bækur. Salka gefur út.