SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. ágúst 2019

Regnbogaljóð

Ljóð dagsins heitir Regnbogaljóð og er eftir Ingunni Snædal. Ljóðið birtist í ljóðabókinni Á heitu malbiki sem kom út árið 1995.

Regnbogaljóð

Í mildri blámóðu á heitu sumarkvöldi

brostir þú við mér mjúkum rauðum vörum

Gullin hárin á handleggjum þínum gældu við

uppbrettar peysuermar þegar við gengum

í döggvotu grasinu