SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir23. ágúst 2019

Kravá zima og Surmavisri

Skáldsögurnar Vetrarfrí og Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur hafa verið tilnefndar sem ungmennabók ársins í Tékklandi. Þar rötuðu þær á eina bók í þýðingu Martinu Kasparovu sem ber titilinn Krvavá zima og þýðir blóðugur vetur.

Þá hefur ljóðabókin Drápa eftir Gerði Kristnýju verið þýdd yfir á finnsku og heitir Surmavisri í þýðingu Tapio Koivukari en hann hefur áður þýtt Blóðhófni eftir skáldkonuna.