SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. ágúst 2019

Skáldmælta læðan

Út er komin ljóðabókin Jósefínubók eftir skáldmæltu læðuna Jósefínu Meulengracht Dietrich. Ljóðabókin geymir 101 ljóð og rennur ágóði sölunnar til Kattavinafélagsins. Bókaútgáfan Sæmundur gefur bókina út og kemur hún í verslanir næstu daga.

Hér á eftir fylgja þrjú ljóð úr bókinni

Ljóð númer 11: Á öllum betri mannamótum – mæli ég það vitur snótin – setja upp með fimum fótum femínistar gestaspjótin. Ljóð númer 58: Hafðu bæði haus og sporð, hugsa um ræðu mína, sjóddu fisk og settu á borð segir Jósefína. Ljóð númer 65: Ég brosandi gekk út í blæinn og beint upp í loft stóð mín rófa því sumarið kom yfir sæinn. Það settist á trýnið mitt lóa.