Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙25. ágúst 2019
Nú sker ég netin mín
Nú sker ég netin mín er nýtt ljóðverk sem kemur út næstkomandi 19. september en að því standa Svikaskáldin sex: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Bókin er þriðja ljóðverk Svikaskálda en þau hafa áður sent frá sér verkin Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Ég er ekki að rétta upp hönd (2017).
Útgáfu bókarinnar verður fagnað á útgáfudegi, 19. september, í Mengi á Óðinsgötu frá klukkan 17 til 19. Þar munu skáldin lesa upp úr verkinu.
Forsala er nú hafin á nýrri heimasíðu Svikaskálda. Kostunaraðilar sem kaupa bók í forsölu fá áritað eintak og boð í útgáfuhófið.
Meðfylgjandi mynd af Svikaskáldum er tekin af Sögu Sigurðardóttur.