SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. október 2017

Áslaug Jónsdóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir tilnefndar til verðlauna Astridar Lindgren

Tvær íslenskar skáldkonur eru tilnefndar til alþjóðlegu Alma-verðlaunanna en það eru bókmenntaverðlaun sem stofnuð voru í minningu Astridar Lindgren. Alma-verðlaunin eru veitt árlega og er tilgangur þeirra að auka veg barnabóka um allan heim. Verðlaunaféð nemur fimm milljónum sænskra króna, sem svarar 65 milljónum íslenskra króna.

Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir texta og myndskreytingar og Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir texta. Finna má frekari upplýsingar um Áslaugu og Kristínu Helgu í Skáldatalinu.