Steinunn Inga Óttarsdóttir∙13. september 2019
Tíu ára hugsun, alúð og puð
Ljóðabókin Silfurstrá kom út árið 1990 hjá Skákprenti. Bókin geymir 35 ljóð efir Aðalheiði SIgurbjörnsdóttur. Segir Silja Aðalsteinsdóttir á bókarkápu að þau geymi tíu ára hugsun, alúð og puð.
Fjórtán ár líða þar til Aðalheiður sendir frá sér annað verk en það er smásagnasafnið Hugleikar sem hún gaf út sjálf. Í fréttatilkynningu í Morgunblaðinu kemur fram að sögurnar séu um reynsluheim kvenna, allt frá barnsaldri til fullorðinsára, og geymi bæði gleði og alvöru. Þá séu þær ekki síður siðferðilegs eðlis og fjalli t.d. síðasta frásögnin um átök konu við félagslega- og geðheilbrigðiskerfið.
Áhugaverðar bækur sem fara ekki hátt en gætu átt erindi við þig.