SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir14. september 2019

Beltissproti í New York

Fugl hvíslaði því að út kæmi ný bók eftir Sigrúnu Pálsdóttur á næstunni. Delluferðin er grátbrosleg saga um menningarverðmæti, þær tilviljanir sem ráða varðveislu þeirra og stöðu í sögu hverra þjóðar, og þau mannlegu örlög sem þar búa að baki. Sigurlína Brandsdóttur tengist kannski því hvernig íslenskur forngripur komst í hendur Metropolitan-safnsins í New York?

„En beltissprota þennan hugðist hún kaupa fyrir nærri fimmtán þúsund Bandaríkjadali. Af eiganda hans, ungri íslenskri konu. Konu að nafni Branson. Miss Selena Branson.“ Landshöfðingi rís úr sæti sínu. Hann gengur út að stofuglugganum og horfir á snjókornin hanga í loftinu, birtuna af hvítu Lækjartorgi lýsa upp svart myrkrið: „Og nú spyr ég ykkur, kæru félagar, hvort hér sé ekki einmitt komin Sigurlína Brandsdóttir, Jónssonar fræðimanns og skrifara frá Kotum í Skagafirði?“