SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 2. nóvember 2017

Skáldkonur í Gunnarshúsi

Hún var notaleg stemningin í Gunnarshúsi í kvöld en þar lásu þrjár skáldkonur úr verkum sínum, ásamt fleirum. Soffía Bjarnadóttir las úr ljóðabók sinni Ég er hér, og Halldóra K. Thoroddsen las úr ljóðabókinni Orðsendingar en báðar bækurnar komu út síðastliðið vor. Heiðrún Ólafsdóttir var kynnir kvöldsins og því samfara las hún úr nýútkominni ljóðabók sinni Ég lagði mig aftur. Frekari upplýsingar um Soffíu og Heiðrúnu má finna í Skáldatali hér á Skáld.is. Önnur skáld sem tróðu upp voru Kári Tulinius en hann las úr skáldsögunni Móðurhugur og Bergur Ebbi sem las úr ritgerðasafninu Stofuhiti.