SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 1. október 2019

Skáldatal Guðrúnar Evu

 

Skáldatalið fer fram í Gerðubergi 2. október næstkomandi og stendur frá 20-21:30. Að þessu sinni er Guðrúnu Evu Mínervudóttur boðið ásamt Friðgeiri Einarssyni til að ræða verk sín, gömul og ný, drauma sína og hversdag ásamt hverju öðru því sem þeim dettur í hug. Bæði sendu frá sér smásagnasöfn fyrir síðustu jól en Ástin Texas, eftir Guðrúnu Evu, hlaut Fjöruverðlaun í flokki fagurbókmennta árið 2019.

Skáldatalið heyrir undir svonefnt Bókakaffi í Gerðubergi sem er ein af fjölmörgum kaffistundum sem boðið er upp á í menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Kvöldin eru hugsuð til þess að leiða saman rithöfunda og lesendur. Frekari upplýsingar má finna á viðburðarsíðu safnsins: Bókakaffi - Skáldatal Guðrúnar Evu og Friðgeirs.

Myndin er fengin af viðburðarsíðu Borgarbókasafnsins.