SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir13. október 2019

Dagamunur

Úr nýrri ljóðabók eftir Sigurlínu Hermannsdóttur, Nágrönnum (2019)

Þá degi er lokið, ég legg hann til hliðar,

sem lín upp á snúruna hengi

og fannhvítir sumir í blíðviðri bærast

svo bjartir og gleðja mig lengi.

Þar eru og hinir sem hanga svo þungir

og hreinsað ei fæ þótt ég reyni.

Blettirnir minna á mistök og galla

því mannlega bresti þar greini.

Að síðustu eru þeir svörtu og þykku

sem sannlega þrái að varast.

Á bjartsýnisdögum ég bið þess og vona

að burtu þeir fjúki sem snarast.