SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir18. október 2019

Stuðlamál og stuttsögur

Sigurlín Hermannsdóttir sendi frá sér ljóðabókina Nágranna nýlega. Hún yrkir undir hefðbundnum bragarháttum, s.s. rímnaháttum og ljóðahætti, og m.a.s. dróttkvætt. Viðfangsefni hennar eru t.d. dýr og gróður, vinir og samferðafólk. Í nýjustu bók hennar eru einnig svonefndar stuttsögur sem eru knappir textar fullir af visku og húmor.