SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn 5. nóvember 2017

Margrét Lóa Jónsdóttir

 

Biðröðin framundan - höfundur Margrét Lóa Jónsdóttir

Skáld vikunnar er Margrét Lóa Jónsdóttir. Hún hefur gefið út níu ljóðabækur og eina skáldsögu og safnar nú fyrir útgáfu tíundu ljóðabókar sinnar biðröðin framundan á Karolinafund. Frekari upplýsingar um ævi hennar og verk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is. Margrét Lóa las upp úr bókinni í Kringlunni nýlega.

Ljóðabókin biðröðin framundan er samfelldur ljóðabálkur. Sögusviðið er biðröðin fyrir utan Costco þar sem einhver er ,,á höttunum eftir handryksugu og heimsins bestu jarðarberjum." Í þessari tíundu ljóðabók höfundar er ferskleikinn allsráðandi. Hægt er að fylgjast með og styrkja útgáfu bókarinnar á Karolinafund.

 

 

 

biðröðin framundan

,,á höttunum eftir handryksugu
og heimsins bestu jarðarberjum
hugsandi um fólksfjöldann
á sínum tíma á leiðinni upp í eiffelturninn
strawberry frosted sprinkles og sokkar í stíl:
seinna keypti ég kassa af kleinuhringjum
eftir að hafa beðið í röð á laugaveginum
og færði mömmu sem lá á spítala og konunni
í næsta rúmi
mamma fór strax í sokkana sem fylgdu með og
nú biður hún um handryksugu og kíló af heimsins
bestu jarðarberjum (sem fást víst aðeins hér)"

 

Ása Jóhanns