SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn 3. nóvember 2019

Úgáfufögnuður Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Þórdísar Gísladóttur

Bergþóra Snæbjörnsdóttir Svínshöfuð og Þórdís Gísladóttir Mislæg gatnamót

Benedikt bókaútgáfa býður til útgáfuhófs fimmtudaginn 6.nóvember í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti frá kl 17 til18. Þar munu nýútkomnar bækur Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Þórdísar Gísladóttur verða kynntar. Svínshöfuð er fyrsta skáldsaga Bergþóru Snæbjörnsdóttur, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Flórída og Mislæg gatnamót er fimmta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur sem af út skáldsöguna Horfið ekki í ljósið í fyrra.

SVÍNSHÖFUÐ Bergþóra Snæbjörnsdóttir Af hverju fær eldri maður frá Breiðafirði viðurnefnið Svínshöfuð? Kínversk mæðgin koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur. Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og útverfi Kópavogs. MISLÆG GATNAMÓT Þórdís Gísladóttir „Ég vildi óska að Þórdís Gísladóttir hefði skrifað 20 bækur … og ég ætti eftir að lesa þær allar.“ – Jakob Birgisson. Mislæg gatnamót inniheldur hnífskörp ljóð, óvenjulega minnislista og hagnýt lífsstílsráð.

 

Ása Jóhanns