SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 7. nóvember 2019

Bogga í Vilpu

Kristrún Guðmundsdóttir (f. 1953) sendi frá sér ljóðabókina Sólarkaffi á dögunum. Hún er Suðurnesjakona með rætur norður í Þingeyjarsýslu og er auðvitað í voru Skáldatali. Hún yrkir m.a. svo:

Sólarkaffi

Aðeins vegna komu sólar yfir fjallið

til Boggu í Vilpu tekur kaffið sjóðandi vatninu

ljóðið situr með hönd undir kinn og sér Boggu

í nýju ljósi - hangandi í pilsi forsögunnar

sykraðar pönnukökur norðan úr Þingeyjarsýslu

og fyrsti kaffibollinn - geisladýrð á enni

Bogga lyftir höndum upp að brúnum

skyggnir augun nóg til að milda þessa skellibirtu