SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 9. nóvember 2019

LJÓÐASAFN SOFFÍU LÁRU

Soffía Lára er ung reykvísk skáldkona (f. 1993) sem vakið hefur athygli fyrir áleitin ljóð sem hún gaf út sjálf á árunum 2012-2018 og seldi á götum og kaffihúsum.

Nú er búið að safna þremur af fjórum sjálfsútgáfum Soffíu Láru á eina bók undir titlinum NÓTTIN ER ALLTAF AÐ ENDA.

Bókin skiptist í kafla sem bera heiti fyrri bóka: HÖFUÐMYRKUR, LEIÐIRNAR TIL HIMNA, FLJÚGA HVÍTAR KANÍNUR.

Ljóð Soffíu Láru er mörg hver löng og frásagnarkennd og fjalla gjarnan um árekstur drauma og veruleika sem getur verið harkalegur og ógnvekjandi. Þá er sjálfsleitin einnig áberandi þema og þráin eftir að raða brotinni sjálfsmynd saman, eins og í titilljóði bókarinnar:

nóttin er alltaf að enda

mig vantar fleiri lykla

þá verð ég aftur heil

brotunum raðað auðveldlega

saman fleiri rými til

að fylla af sandi og auðmýkt