SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir12. nóvember 2019

Ný ljóðabók Þórdísar

Þórdís Gísladóttir sendir nú í ár frá sér fimmtu ljóðabókina sína, MISLÆG GATNAMÓT. Áður hefur hún gefið út ljóðabækurnar Leyndarmál annarra (2010), Velúr (2014), Tilfinningarök (2015) og Óvissustig (2016). Í Mislægum gatnamótum heldur Þórdís áfram að rýna í íslenskt hversdagslíf - sem er hennar aðalsmerki - auk þess að velta fyrir sér orðum og fyrirbærum. Fyrsta ljóðið í bókinni heitir:

KUML

Ég hef lesið mér til,

haft samband við sérfræðinga,

rannsakendur kumla og haugfjár,

þeir segja grjótið ekkert gefa til kynna,

kannast ekki við neina dys.

En ég heyri hvískur úr jörðu

og veit að grápöddur smjúga

milli beina og amboða.

Fólk sannfærist ekki

fyrr en blæs ofan af holtinu

og blikar á hníf.