SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir12. desember 2019

Verðlaun bóksala rata einkum til kvenna!

Í Kilju gærdagsins voru tilkynnt verðlaun bóksala en þar skipar starfsfólk bókaverslana dómnefndina. Verðlaunin eru veitt í níu flokkum og eru niðurstöður á þessa leið:

Íslensk skáldverk

1. Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

2. Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

3. Korngult hár grá augu eftir Sjón

Ævisögur

1. Jakobína - Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur

2. Undir fána lýðveldisins - Endurminningar frá Spánarstyrjöldinni eftir Hallgrím Hallgrímsson 3. Án filters eftir Björgvin Pál Gústavsson og Sölva Tryggvason

Ljóðabækur

1. Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur

2. Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg

3. Heimskaut eftir Gerði Kristnýju

Íslenskar ungmennabækur

1. Nornin eftir Hildi Knútsdóttur

2. Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur

3. Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

​​Íslenskar barnabækur

1. Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring

2. Kjarval - Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur

3.-4. Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson

3.-4. Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason

Fræði- og handbækur

1. Um Tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason

2. Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson

3.-4. Lífgrös og leyndir dómar eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur

3.-4. Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Þýdd skáldverk

1. Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah, Helga Soffía Einarsdóttir þýddi

2. Kona í hvarfpunkti eftir Nawal el Saadawi, Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi

3. Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo, Ingunn Snædal þýddi

Þýddar barnabækur

1. Slæmur pabbi eftir David Walliams, Guðni Kolbeinsson þýddi

2. Handbók fyrir ofurhetjur - Vargarnir koma eftir Elias og Agnesi Våhlund, Ingunn Snædal þýddi

3. Snjósystirin eftir Maju Lunde, Silja Aðalsteinsdóttir þýddi

Bestu kápurnar

1. Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur

2. Hunangsveiði eftir Soffíu Bjarnadóttur

3. Eilífðarnón eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur