SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 5. janúar 2020

Fyrsta skáldkonan 2020

 

 

Fyrsta kona ársins í skáldatalinu á nýju ári er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Hún er ættuð úr Mývatnssveit og af Hornströndum. Bók hennar, Jakobína, saga skálds og konu, vermir metsölulistana og er tilnefnd til bæði íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Nýlega var birt magnað viðtal við Siggu Stínu hér á vefnum skáld.is og einnig ritdómur eftir Jónu Guðbjörgu Torfadóttur.