SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 9. nóvember 2017

Yrsa Sigurðardóttir tilnefnd til IMPAC-verðlauna

Yrsa Sigurðardóttir er í hópi þeirra 150 rithöfunda sem eru tilnefndir til IMPAC-verðlauna. Verðlaunin eru veitt fyrir skáldsögu á ensku, hvort heldur sem er frumsamda eða þýdda. Yfir hundrað bókasöfn um allan heim tilnefna bækur og voru það Borgarbókasafnið og bókasafn í Genf sem tilnefndu bók Yrsu; Lygi eða Why Did You Lie? líkt og hún nefnist í enskri þýðingu Victoria Cribb. Aðrir íslenskir höfundar sem eru tilnefndir eru Sjón og Jón Kalman Stefánsson. IMPAC-verðlaunin eru veitt árlega í Dublin og nemur verðlaunaféð 100 þúsund evrum.

Frekari fróðleik um verðlaunin má nálgast á vefsíðunni International Dublin Literary Award 2018 og í Skáldatalinu hér á Skáld.is má nálgast upplýsingar um Yrsu Sigurðardóttur.