SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn22. janúar 2020

María Skagan frá Bergþórshvoli

Í meistarans Höndum - tekin saman af Maríu Skagan

 

 

María Skagan frá Bergþórshvoli er komin í skáldatalið. Hún var ljóðskáld sem gaf einnig út tvö smásagnasöfn og skáldsögu á höfundarferli sínum. Hún átti við heilsubrest að etja og bjó meginþorra ævi sinnar í Sjálfsbjargarhúsinu þar sem hún lagði starfinu ötullega lið.

María Skagan

 

María stundaði þýðingar og ung skrifaði hún þætti í Sunnudagsblað Tímans þar sem hún starfaði sem blaðakona. María hafði sérstaklega gott vald á móðurmálinu og orti allt sitt líf. Sögur hennar og ljóð voru lesin í útvarpi og nokkrir sönglagatextar eru til eftir hana. María var bundin við hækjur og að endingu við rúmið í tugi ára. Hún tók því með jafnaðargeði að sögn samferðamanna sinna enda hafði hún skáldskapinn sér til hugarhægðar.

Hér má sjá meira um Maríu í Skáldatalinu.

 

Ása Jóhanns