Björk Þorgrímsdóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör
Björk Þorgrímsdóttir handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör ásamt bæjarstjóra, varaformanni Lista- og menningarráðs og valnefnd í ljóðasamkeppninni.
Björk Þorgrímsdóttir, skáld, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2020 fyrir ljóðið Augasteinn. Afhending fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi þann 22.janúar. Á hverju ári efnir lista- og menningarráð Kópavogsbæjar til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt eru vegleg verðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu, í eitt ár, göngustaf Jóns heitins úr Vör sem á er festur skjöldur með nafni þess. Þriggja manna dómnefnd velur úr ljóðum sem berast samkeppninni. Tvö hundruð þrjátíu og tvö ljóð bárust í keppnina í ár en þetta er í átjánda sinn sem hún er haldin. Í öðru sæti var Freyja Þórsdóttir fyrir ljóðið Skilningur og þriðja sætið hlaut Elísabet Kristín Jökulsdóttir fyrir ljóðið Að elska Vestfirðing. Sérstaka viðurkenningu hlutu auk þess ljóðskáldin Björk Þorgrímsdóttir, Draumey Aradóttir, Haukur Þorgeirsson og Tómas Ævar Ólafsson.
Ása Jóhanns