Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙12. nóvember 2017
Soffía Auður og Orlandó í Hannesarholti
Það var vel mætt í bókakaffi í Hannesarholti til að hlýða á Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðing segja frá þýðingu sinni á Orlandó eftir Virginíu Woolf. Soffía Auður las valda kafla úr bókinni ásamt því að segja frá tilurð verksins en það vakti mikla athygli þegar það kom fyrst út árið 1928. Sagan er líka óvanaleg því hún segir frá persónu sem lifir í meira en þrjár aldir og skiptir um kyn í miðri bók. Bókaútgáfan Opna gefur bókina út.