SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir29. febrúar 2020

Konur sem elska of mikið

Hallfríður Ingimundardóttir (f. 1951) hefur ort ljóð, samið námsefni og skrifað stelpuunglingabók. Ein ljóðabóka hennar, Í skini brámána, er tileinkuð konum sem elska of mikið.

Hallfríður yrkir svo:

lestu mér blóm

í morgundögginni

gleymmérei

augna þinna

blóðberg

vara þinna

lof mér síðan finna

flauelslíkama þinn