SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir15. mars 2020

Fjöldi kvenna tilnefndur!

Í fyrradag var gert kunnugt hvaða bækur voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna (Storytel Awards). Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til þessara verðlauna hér á landi og voru það hlustendur sem völdu sínar eftirlætisbækur. Um 400 bækur komu út á hljóðbók á síðasta ári en hlustendur gátu valið af lista sem hafði að geyma þær bækur sem hvað mest hefur verið hlustað og fengið hafa hæstu stjörnugjöfina í appinu. Tuttugu hljóðbækur voru tilnefndar úr fjórum flokkum, eða flokki almennra bóka, barna- og ungmennabóka, glæpasagna og skáldsagna. Athöfnin fór fram í bókastofu Hótel Holts.

Dómnefnd skipuð Einari Kárasyni, Margréti Örnólfsdóttur og Guðrúnu Baldvinsdóttur munu skera úr um hvaða bækur bera sigur úr býtum í flokki skáldsagna, glæpasagna og almennra bóka. Hins vegar sitja Sævar Helgi Bragason, Lúkas Myrkvi Gunnarsson (11 ára) og Móey Kjartansdóttir (11 ára) í þeirri dómnefnd sem velur bestu barna- og ungmennabókina. Þar sem um hljóðbækur er að ræða hefur lestur verkanna mikil áhrif á upplifun lesandans og því verða ekki einungis rithöfundar og þýðendur verðlaunaðir heldur einnig lesarar. Sigurvegarar verða kynntir við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Sigurvegarar fá sérhannaðan verðlaunagrip, Glerugluna, eftir sænska glerlistamanninn Ludvig Löfgren.

Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hlutu tilnefningu og voru konurnar ófáar:

Skáld­sög­ur

 

  • Kópa­vogskrónika. Höf­und­ur: Kamilla Ein­ars­dótt­ir. Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

  • Svik­ar­inn. Höf­und­ur: Lilja Magnús­dótt­ir. Les­ari: Þór­unn Erna Clausen

  • Gríma. Höf­und­ur: Benný Sif Ísleifs­dótt­ir. Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

  • Flórída. Höf­und­ur: Bergþóra Snæ­björns­dótt­ir. Les­ari: Bergþóra Snæ­björns­dótt­ir

  • Fjöll­in. Höf­und­ur: Sandra B. Clausen. Les­ari: Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir

 

Al­menn­ar bæk­ur

 

  • Ég gefst aldrei upp. Höf­und­ur: Borg­hild­ur Guðmunds­dótt­ir. Les­ari: Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir

  • Horn­auga. Höf­und­ur: Ásdís Halla Braga­dótt­ir. Les­ari: Ásdís Halla Braga­dótt­ir, Þór­unn Hjart­ar­dótt­ir

  • Vertu úlf­ur: warg­us esto. Höf­und­ur: Héðinn Unn­steins­son. Les­ari: Hjálm­ar Hjálm­ars­son

  • Á eig­in skinni. Höf­und­ur: Sölvi Tryggva­son. Les­ari: Sölvi Tryggva­son

  • Geðveikt með köfl­um. Höf­und­ur: Sig­ur­steinn Más­son. Les­ari: Sig­ur­steinn Más­son

 

Barna- og ung­menna­bæk­ur

 

  • (lang)Elst­ur í leyni­fé­lag­inu. Höf­und­ur: Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir. Les­ari: Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir

  • Litlu álfarn­ir og flóðið mikla. Höf­und­ur: Tove Jans­son. Þýðandi: Þór­dís Gísla­dótt­ir. Les­ari: Friðrik Erl­ings­son

  • Harry Potter og blend­ingsprins­inn. Höf­und­ur: J.K. Rowl­ing. Þýðandi: Helga Har­alds­dótt­ir. Les­ari: Jó­hann Sig­urðar­son

  • Nýr heim­ur – æv­in­týri Esju í borg­inni. Höf­und­ur: Sverr­ir Björns­son. Les­ari: Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir

  • Vetr­ar­gest­ir. Höf­und­ur: Tóm­as Zoëga. Les­ari: Salka Sól Ey­feld

Glæpa­sög­ur

 

  • Brúðan. Höf­und­ur: Yrsa Sig­urðardótt­ir. Les­ari: Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son

  • Marrið í stig­an­um. Höf­und­ur: Eva Björg Ægis­dótt­ir. Les­ari: Íris Tanja Flygenring

  • Gull­búrið. Höf­und­ur: Camilla Läckberg. Þýðandi: Sig­urður Þór Sal­vars­son. Les­ari: Þór­unn Erna Clausen

  • Búrið. Höf­und­ur: Lilja Sig­urðardótt­ir. Les­ari: Elín Gunn­ars­dótt­ir

  • Þorpið. Höf­und­ur: Ragn­ar Jónas­son. Les­ari: Íris Tanja Flygenring