Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙20. mars 2020
Fjórða hefti Ós - the Journal komið út
Fjölþjóðlega bókmenntatímaritið Ós - the Journal kom út í fjórða sinn þann 27. febrúar síðastliðinn, stútfullt af spennandi efni.
Í tímaritinu eru rúmlega 60 textar og verk eftir 36 höfunda á 11 tungumálum og birtast í þessu heftir textar á slóvensku, portúgölsku, grísku og latínu í fyrsta skipti. Festa má kaup á heftinu í verslunum Pennans/Eymundsson.
Ós pressan gefur tímaritið út en hún er grasrótarútgáfa sem hefur það að meginmarkmiði að skapa samfélag rithöfunda þar sem allir eru velkomnir.
Útgáfunni var fagnað í Iðnó og má hlýða á upptöku á dagskránni hér: