Lani og Ragnhildur tilnefndar!
Í gær var tilkynnt að Lani Yamamoto og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir hafa verið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Lani var tilnefnd fyrir bók sína Egil spámann og Ragnhildur fyrir Villueyjar. Egill spámaður hlaut einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Villueyjar var tilnefnd til Fjöruverðlauna en auk þess eru báðar bækurnar tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann 27. október á verðlaunahátíð í Reykjavík, í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og rúmar sjö milljónir íslenskra króna.
Hér má sjá lista yfir aðra höfunda sem eru tilnefndir til barna- og unglingabókmennta Norðurlandaráðs:
Færeyjar
-
Rakel Helmsdal: Loftar tú mær?
Danmörk
-
Rebecca Bach-Lauritsen og Anna Margrethe: Ud af det blå
-
Merete Pryds Helle og Helle Vibeke Jensen (myndskreytir): Min øjesten
Noregur
-
Ane Barmen: Draumar betyr ingenting.
-
Åse Ombustvedt og Marianne Grtteberg Engedal (myndskreytir): Når er jeg gammel nok til å skyte faren min?
Svíþjóð
-
Johan Ehn: Hästpojkarna
-
Gabriella Sköldenberg: Trettonde sommaren
Finnland
-
Jens Mattsson og Jenny Lucander (myndskreytir): Vi är Lajon!
-
Veera Salmi og Matti Pikkujämsä: Sorsa Aaltonen ja lentämisen oireet
Grænland
-
Juaaka Lyberth og Maja-Lisa Kehlet (myndskreytir): Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat
Samíska tungumálasvæðið
-
Karen Anne Buljo og Inga-Wiktoria Påve (myndskreytir): Guovssu guovssahasat
Álandseyjar
-
Karin Erlandsson: Segraren
Frekari upplýsingar um tilnefningarnar má nálgast á vef Norðurlandaráðs.