Nærmynd af Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Á annan í páskum fáum við að kynnast betur ferli Guðrúnar Evu Mínervudóttur skáldkonu og ennfremur að fylgja henni um Hveragerði. Guðrún Eva var í vikutíma með upptökutæki í höndum og fá hlustendur að heyra afraksturinn í þættinum Portrett af skáldkonu: Guðrún Eva Mínervudóttir. Þátturinn fer í loftið á Rás 1 á annan í páskum kl. 10:13.
Guðrún Eva er margverðlaunaður höfundur og hefur hún m.a. hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin. Í upphafi árs hlaut hún einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir höfundarverk sitt. Í Skáldatali má nálgast frekari upplýsingar um Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
Myndin er fengin af vefsíðu bókaforlagsins Bjarts - Veraldar en þar má nálgast nýjustu bækur Guðrúnar Evu.