SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir10. apríl 2020

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir

 

fRagnhildur Hólmgeirsdóttir hefur bæst við sístækkandi Skáldatalið.

Ragnhildur hefur sent frá sér tvær skáldsögur, Koparborgina sem kom út árið 2015 og Villueyjar sem kom út í fyrra. Sögurnar gerast í fantasíukenndum heimi og falla í flokk ungmennabókmennta.

Báðar sögurnar hafa hlotið ófáar viðurkenningar og nú síðast var sú síðari, Villueyjar, tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.