SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir16. nóvember 2017

Bragðgott bókakonfekt

Það var fullt út að dyrum á Kaffi Laugalæk í gærkvöldi. Tilefnið var hið árlega Bókakonfekt Forlagsins en boðið er upp á upplestrarkvöld á miðvikudögum þennan nóvembermánuðinn. Í gærkvöldi lásu þrjár skáldkonur úr nýjum verkum sínum; Elísa Jóhannsdóttir las úr Er ekki allt í lagi með þig, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2017, Kristín Helga Gunnarsdóttir las úr bókinni Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels og Lilja Sigurðardóttir las úr spennusögunni Búrinu sem er síðasta bók þríleiksins um Öglu og Sonju. Þarna stigu einnig skáldkarlar á stokk: Bubbi Morthens las úr ljóðabók sinni Hreistur, Þórarinn Leifsson úr skáldsögunni Kaldakol, Halldór Armand úr Aftur og aftur og Bergur Ebbi bættist við dagskrána sem leynigestur en hann las úr bók sinni Stofuhiti.