SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir16. apríl 2020

Fjöllin hafa vakað

Ríkisútvarpið bauð upp á margt úrvalsefni um nýliðna páska og það besta er að hægt er að nálgast allt þetta efni á vefnum ennþá. Meðal þess sem efnis sem Skáld.is vill vekja athygli á eru frábærir þættir sem skáldið Sigurlín Bjarney Gísladóttir gerði og báru titilinn Fjöllin hafa vakað. Í kynningu á þáttunum segir:

Viðhorf okkar til fjalla og eldfjalla hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. Stiklar er á stóru í hugmyndasögu fjallsins í tveimur þáttum. Í fyrri þætti er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjalla á meðan eldfjöll og eldgos eru til umræðu í þeim seinni. Rætt verður við fræðimenn um birtingarmynd fjalla og eldfjalla í bókmenntum og myndlist.

Á fyrri þáttinn, Hrikaleg ægifegurð fjalla má hlusta hér og á þann síðari, Hið eldspúandi eldfjall, hér.