SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. maí 2020

Tvenn hljóðbókaverðlaun rötuðu til kvenna

 

                                

Íslensku hljóðbókaverðlaunin (Storytel awards) voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudaginn var, 22. maí.

Besta hljóðbókin í flokki skáldsagna var Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Í flokki glæpasagna bar sigur úr býtum frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, Marrið í stiganum í lestri Írisar Tönju Flygenring.

Í flokki barna- og ungmennabóka hreppti hnossið Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld og verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Loks hlaut Gísli Helgason sérstök heiðursverðlaun fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta.

Hér er hægt að horfa á athöfnina.