Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 5. júní 2020
Nýræktarstyrk úthlutað
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina í Gunnarshúsi, 4. júní sl.
Nýræktarstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut.
Nýræktarstyrki 2020 hljóta tvær konur og tveir karlar:
Taugaboð á háspennulínu
Ljóð
Arndís Lóa Magnúsdóttir
Þagnarbindindi
Ljóðsaga
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
500 dagar af regni
Smásögur
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson
Skuggabrúin
Furðusaga
Guðmundur Ingi Markússon
Nánar á vef MÍB.