SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir18. júlí 2020

Týsfjólan vex

Ljóð dagsins er Týsfjóla eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur (1993). Ljóðið birtist í 3. tbl. Skandals, maí 2020. Ljóðið vekur athygli fyrir sérlega heildstætt og ljóðrænt myndmál og boðskap. Birt í leyfisleysi.

 

Týsfjóla (viola canina)

ég tróð skóflu

milli rifbeina og garna

 

reytti stakk snéri upp á

umrótaði skömm

 

sáði mjúkum fræjum

kjarks og sjálfsblíðu

í miðju beðs

 

vonaði vökvaði

frá morgni til kvölds

 

svo þegar ég loks fór að blómstra

hefti ég sárið

sótti fram

 

vitandi að villt flóra Íslands óx innra með