„Ertu domm?“
Ljóð dagsins er sótt í nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur sem kom út á síðasta ári. Þar hefur Elísabet safnað saman ýmsum orðum og setningum sem töm voru móður hennar, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Bókin heitir Hvaða ferðalag er á þér? og undirtitillinn er Orðin hennar mömmu sem byrjuðu að spretta uppúr vitundinni eða minninu við lát hennar.
Þetta er afar frumleg og skemmtileg leið hjá Elísabetu til að minnast móður sinnar og kynna hana fyrir lesendum. Orðfærið er Jóhönnu en margt er mjög kunnuglegt og í raun lýsandi fyrir heila kynslóð, þá sem sletti mun frekar á dönsku en ensku og bar sjaldan tilfinningar sínar á torg.
Hér er gripið niður í blaðsíðu 22-23:
Er ekki allt í góðu?
*
Jabbadú
Ertu domm?
Þótti það ekki leiðinlegt
*
lifandis ósköp
makalaust
dæmalaust
alveg makalaust
bíræfin
djarft
tekur engu tali
ekki sofa í sófanum
ekki striplast
ekki sópa öllu undir rúm
brjóta saman fötin búa um rúmið skola baðið
*