SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir23. júlí 2020

Kjaftagangur að sveitasið á Snæfellsnesi

 

Það er skemmtilegur viðburður á dagskrá annað kvöld í Grundarfirði því líkt og segir í kynningunni þá „verður boðið upp á gamaldags kaffiboð að íslenskum sið á Bókamarkaðnum, Borgarbraut 2. Harpa Rún Kristjánsdóttir er skáldkona en jafnframt bóndi, bókmenntafræðingur og bústólpi og hún ætlar að kjafta okkur í kaf með allskonar frásögnum og skemmtilegheitum. Harpa Rún hlaut verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu, sem kom út á síðasta ári og er skáldkonan með margt á prjónunum sem hún ætlar að segja okkur frá. Og auðvitað verður hægt að plata hana til að árita eintök ;)

Við erum að tala um ekta eldhússpjall þar sem við leshópspíur skellum á okkur svuntum og bjóðum upp á rótsterkt kaffi og íslenskar pönnukökur með rabbabarasultu og þeyttum rjóma!“