SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. júlí 2020

Búrið ein af 30 bestu, evrópsku glæpasögunum

 

 

Búrið eftir Lilju Sigurðardóttur er á meðal 30 bestu, evrópsku glæpasagnanna sem hafa komið út á frönsku síðastliðin 40 ár samkvæmt lista sem svissneska stórblaðið Le Temps birtir. Búrið eftir Lilju er í þýðingu Jean-Christophe Salaün og kallast La Cage á frönsku.

Á listann ratar einnig Mýrin eftir Arnald Indriðason, í þýðingu Eric Boury, ásamt sögum eftir vel þekkta höfunda, á borð við Emelie Schepp, Ruth Rendell, Fred Vargas, P. D. James, Jo Nesbø, Pierre Lemaitre, Henning Mankell, Stieg Larsson og Colin Dexter.

Skáld.is óskar Lilju Sigurðardóttur innilega til hamingju með þennan árangur.