SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir29. júlí 2020

Útgáfuhóf: Hjartastaður endurútgefin

 

Annað kvöld er blásið til útgáfuhófs í Bókakaffinu á Selfossi í tilefni af endurútgáfu skáldsögunnar Hjartastaðar eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Hjartastaður kom út árið 1995 og er ein þekktasta skáldsaga Steinunnar. Hún hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 og einnig var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin hefur verið ófáanleg lengi og ræður Mál og menning nú bót á því.

 

Í lýsingu á viðburði er sögunni lýst svo: ,,Hjartastað má lýsa sem nokkurs konar road movie. Hún er nú endurútgefin við þær sérstöku aðstæður, að Íslendingar hafa í bili endurheimt landið sitt úr „greipum“erlendra ferðamanna. En bókin kom út fáeinum árum áður en ferðamannabylgjan reið yfir, og eru vega- og náttúrulýsingar í samræmi við friðsældina sem var glötuð og ríkir nú aftur."

 Annað kvöld mun Steinunn sjálf lesa upp úr bókinni Önnur skáldkona, Harpa Rún Kristjánsdóttir, mun kynna hana fyrir gestum og Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi mun flytja erindi um bókina.

Hófið hefst kl. 19:30 í Bókakaffinu, Austurvegi 22, Selfossi, og verða léttar veitingar í boði.