SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 1. ágúst 2020

Hin víðkunna skáldkona frú Salverson

Árið 1970 birtist í vesturíslenska tímaritinu Lögbergi-Heimskringlu andlátstilkynning merkrar skáldkonu.

Laura Goodman Salverson fæddist í Winnipeg, dóttir fátækra hjóna sem gáfust upp á hokri á Íslandi og stigu á skipsfjöl á þokuslungnum morgni árið 1887 til að freista gæfunnar í nýju landi.

Laura á að baki langan og farsælan feril og naut mikillar viðurkenningar í Kanada. Frú Salverson eins og hún var jafnan nefnd varð einn af kunnustu rithöfundum Kanada á fyrri hluta síðustu aldar. Stærstu verk hennar eru skáldsagan Viking Heart, sem kom samtímis út árið 1923 í London, New York og Toronto, og Játningar landnemadóttur sem kom út árið 1939 í Kanada (og á íslensku árið 2000) og fyrir þá bók hlaut hún æðstu bókmenntaverðlaun sem veitt eru þar í landi.

Frú Salverson er nú komin í skáldatalið þar sem hún á sannarlega heima þrátt fyrir að hafa skrifað að mestu á ensku.