SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir25. nóvember 2017

Soffía Auður Birg­is­dótt­ir er til­nefnd til Íslensku þýðinga­verðlaunanna

Soffía Auður Birgisdóttir er í hópi sex þýðenda sem eru tilnefndir til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna í ár en af þessum sex þýðendum eru fjórar konur. Soffía Auður er tilnefnd fyrir þýðingu sína á Orlando eftir Virginiu Woolf, Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir og Hild­ur Há­kon­ar­dótt­ir fyr­ir Wald­en eft­ir Henry Dav­id Thor­eau, María Rán Guðjóns­dótt­ir fyr­ir Veislu í gren­inu eft­ir Juan Pablo Villa­lo­bos, Gyrðir Elías­son fyr­ir Sorg­ina í fyrstu per­sónu eft­ir Ko Un og Jón St. Kristjáns­son fyr­ir Doktor Proktor eft­ir Jo Nes­bø.

 

Í dómnefnd þýðingaverðlaunanna sitja Ing­unn Ásdís­ar­dótt­ir þýðandi og þjóðfræðing­ur, Helga Soffía Ein­ars­dótt­ir þýðandi og Steinþór Stein­gríms­son ís­lensku­fræðing­ur. Álit dómnefndar á þýðingu Soffíu Auðar er eftirfarandi:

Það er mik­ill feng­ur að fá nú á ís­lensku skáld­sög­una Or­lando, eitt af lyk­il­verk­um enskra bók­mennta. Í verk­inu kann­ar höf­und­ur­inn viðfangs­efni sem koma við alla menn á öll­um tím­um, ást­ina, skáld­skap­inn, tím­ann og þrosk­ann svo fátt eitt sé nefnt. Þýðing Soffíu Auðar er framúrsk­ar­andi vönduð og nost­ur­sam­leg en jafn­framt leik­andi létt og fjör­leg og hinn hisp­urs­lausi stíll höf­und­ar­ins kem­ur vel fram í þýðing­unni. Enn frem­ur rit­ar þýðand­inn afar gagn­leg­an eft­ir­mála og ít­ar­leg­ar texta­skýr­ing­ar.

Bókaútgáfan Opna gefur skáldsöguna Orlando út.

Mynd/Skáld.is