SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir25. ágúst 2020

Ritstjórnarfundur

Ritstjórn Skáld.is samanstendur af þremur konum, Jónu Guðbjörgu Torfadóttur, Soffíu Auði Birgisdóttur og Steinunni Ingu Óttarsdóttur. Sigríður Albertsdóttir hefur yfirgefið ritstjórnina í bili og er henni þakkað samstarfið af öllu hjarta. Ótrauðar stefnir ritstjórn á heimsyfirráð, í það minnsta að uppfæra vefinn og bæta. Vinna við gagnagrunninn góða um íslenskar skáldkonur gengur ágætlega en alltaf má nota góðar ábendingar eða samantektir um skáldkonur sem vantar samastað á netinu. Það er hægt að senda okkur efni, helst sem mest tilbúið til birtingar.

Fundur í ritstjórn á dögunum, f.v. Steinunn Inga, Jóna Guðbjörg og Soffía Auður